Annar draumur sem GUÐ gaf mér!

 

Annar draumur sem GUÐ gaf mér!

 

Mig langar að deila með ykkur þessum draumi sem Guð gaf mér í morgunn. Og hann er svona.

 

Ég var staddur í einhverju húsi. Mjög sennilega var þetta sumarbútaur. Það var þannig að það voru tvö pör í þessu húsi og ég er einn af þessum pörum. Ég vissi af hinu parinu en sá þau ekki. Mér finnst að það hafa verið gifting og ég var einn sem gifti mig en það var samt ekki skírt að svo hafi verið, en ég vakna um morguninn í draumnum og fer fram í eldhús til að fá mér eitthvað að borða og þá kemur þessi stúlka sem mér fanst vera giftur og ég spyr hana hvort við værum gift? Hún segir nei og ég segi þá við hana viltu giftast mérr? Hún svaraði Já. Og þannig endaði draumur inn.

 

Ég tel að þessi draumur er fyrir að einhver er að fara að gifta sig, eða að Guð vill að ég fái mér góða konu? Draumurinn getur líka verið að Guð ætli að út hella yfir mig yfirgnæfandi ást og kærleika inn í hjartað mitt að það springi út eins og blóm sem springa út á vorinn og sumrinn. Ég er svo glaður yfir þessu og spenntur hvað Guð ætlar að gera.

 

Megi Guð ástar og kærleika blessa ykkur í Jesú nafni. Amen. Happy

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll Þormar, þetta eru býsna merkilegir draumar. Reyndar segir Biblían okkur að við séum brúður Krists. Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 22.11.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

 Sæll herra Aðalbjörn. Ég þakka þér fyrir að líta inn á síðuna mína. Guð blessi þig líka og fjölskylduna þína, í Jesú nafni. Amen.

Þormar Helgi Ingimarsson, 23.11.2008 kl. 08:57

3 Smámynd: Dunni

Heill og sæll vinur.

Ég held að þessi draumur þinn sé fyrir einhverju mjög góðu.  Og það er það sem þú átt skilið félagi.

Vona að þú hafirð það gott félagi og bið að heilsa pabba þínum

Kveðja

Dunni

Dunni, 4.12.2008 kl. 07:17

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Helena bloggvinkona okkar og trúsystir er ágætis spekingur í draumráðningum. Ég skal senda henni skilaboð um drauminn.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:26

5 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæll og blessaður.
Þakka þér fyrir að segja okkur frá draumunum þínum, spádómurinn eða orð þekkingar er mjög í samhljóm  við  upplifun okkar Aglowkvenna.

Fyrri draumurinn þinn segir okkur að biðja fyrir prestum og háttsettum kirkjunnar mönnum því Guð vill snerta þá. Þjóðkirkjan á Íslandi gegnir mikilvægu hlutverki á þessum tímum sem við lifum. Guð vill úthella af anda sínum en synd og hroki stendur í vegi fyrir þeirri vakningu. Einnig á meðal okkar sem tilheyrum frjálsu söfnuðunum. Við þurfum að iðrast og skoða okkar líf frammi fyrir Guði.

Seinni draumurinn  þinn er fyrir þig persónulega. Biddu Guð að leiða í veg þinn þína Evu, stúlku sem hann hefur áætlað fyrir þitt líf. þér til heilla og gæfu.

Guð blessi þig bróðir minn allar stundir.
Kær kveðja.
Helena

Helena Leifsdóttir, 6.12.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband