Gangan með Jesú

 

Þormar H Ingimarsson. 

 

Ég kem til þín eins og ég er

og ég beygi mín kné og bið.

Og ég bið til þín ó Guð að þú fyrirgefir mér.

Þú fyrirgefur mér.


Ég kem til þín í öllum mínum styrkleika

og ég beygi mín kné og bið.

ég bið til þín ó Guð að þú frelsar alt mitt fólk.

þú frelsar alt mitt fólk.


 

Göngum Jesú leiddu mig.

Göngum Jesú leiddu mig í gegnum nóttina.

Göngum Jesú sýndu mér leiðina.

Göngum Jesú sýndu mér kærleika þinn.

 Göngum Jesú sýndu mér hvernig á að elska aðra menn.

Með þínum kærleika. Já með þínum kærleika.


 

Ég kem til þín eins og ég er

og ég beygi mín kné og bið.

ég bið til þín ó Guð að þú læknir alla þjóðina

þú læknir alla þjóðina.


Ég kem til þín eins og ég er

og ég beygi á mín kné og bið.

Og ég bið til þín að ég megi lofa þig.

Ég lofa þig um aldur og eilíf. Ég lofa þig.

 

 


Það er friður¨!

ÞAÐ ER FRIÐUR.

 

Eins og sólin sem snýst í kringum jörðina.

Umvefur þú mig með ást og friði og kærleika

snertir þú hjartað mitt. snertir þú hjartað mitt.

 

Það er friður sem flæðir

það er friður sem þú færir

það er friður það er friður

það er friður í hjarta mér.

 

Ég gleymi aldrei þínum orðum.

orðunum sem þú sáðir í hjartað mitt.

Ég geimi þau og hugleiði.

Og þau vaxa og vaxa

eins og litla tréð hér.

 

Það er friður sem flæðir

það er friður sem þú færir

það er friður það er friður

það er friður sem flæðir frá þér.


Brúðardans.

 

Hér er ljóð um brúðkaup Lambsins. Happy

 

Brúðardans

 

 

Statt upp mín kæra vina,

stígðu fram í trú.

Tak í hönd mín,

Ég mun leiða þig lífsins veg.


Ég hef lengi leitað þín,

Þú ert sálin sem ég þrái.

Ég hef legni beðið þín.

Þú ert sálin sem ég elska.

sálin sem ég elska:


Fögur ert þú vina mín,

Fögur eru augun þín.

Hversu mikil er ást þín,

Þú fallega brúður mín.


Dönsum saman þú og ég,

dönsum inn í himininn.

Dönsum saman þú og ég,

dönsum hærra og hærra,

um himininn:

 


Hvar er Guðs ríkið???

Ég spyr hvar er Guðs ríkið?

Er Guðs ríkið í fata skápnum þínum?

Er Guðs ríkið í ferða töskunni þinni?

Er Guðs ríkið kannki í ískápnum þínum?

Er það kannski í fjárhúsinu þínu?

Er það í bankanum? Er það í óábyrgu kynlífi?

Ég spyr aftur hvar er Guðs ríkið að finna?

Er hann kannski í konungi Bakkusi? Er hann að finna í Bhæja trú?

Eða í mormona trú, múslima trú, votta jehova trú, eða í búdda trú.

Er Guð að finna í trúarbrögðum hvaða þjóðar sem er?

Hefur þú verið að leita að Guði en finnur hann ekki?

Ég hvet þig til að skoða þetta og hugsa um það kæri lesandi hvar hann er að finna.

Megir þú leita og finna hinn eina sanna Guð og Guð blessi þig og varðveitir þig lesandi góð/ur.


Kotmót.

Það var frá bært kotmót um  verslunarmanna helgina. Þetta var svo upp örvanvi og gott að þjóna Jesú Kristi á mótinu. Með því að taka rustl og þrífa borðin og vera í búlluni þar sem var verið að selja hamborgara og pítsur og franskar kartoflur.

Mótið snerist ekki um mat heldur um Jesú krist.


Þjáningar Krists.

Í gær var ég á samkomu hjá Mózaík. Það var rosalega mikil nærvera ég fékk sýn þar sem jesú var á krossinum og þjáðist. Ég veit að Aðalbjörn hefur fengið að upplifa það sama. Nema það að það fylgdi þessu rosalega mikill friður og yfirgnæfanlegur kærleikur. Ég heyrðu Jesú segja við mig það ver mér mikil heiður að deyja fyrir þig. Vá hugsaði ég. Þetta var opinberun fyrir mig. Og þess vegna get ég boðað dauða hans upprisu Krist Jesú.

Mig langar að tala um þetta og deila því með ykkur.

Í jesaja 53:5,7 segir. 5en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir, 7Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.

Bæði þessi vers tala um þjáningu, og fleiri vers sem ég er með.

 26Átti ekki Kristur að líða þetta og ganga svo inn í dýrð sína? Lúk. 24:26,46.

1.Pét.2:19-21. 3:17.4:15. Róm. 8:17. ÉG hvet ykkur til að ransaka þetta sjálf.

Þetta kemur líka að því að ég var að lesa í bók sem er eftir Rick Joyner sem heitir Final Quest. Og þar tala örn við Rick og hann er að fara í gegnum miklann draum sem þessi bók snýst um.

Örninn sagði, En mundu að við erum öll að vinna hríðulast að sama tilgangi hvort sem við erum að byggja upp eða að þjást. Ef þú ferð hærra, þá munu fleiri fylla þessi herbergi. Himnnin mun fanga mikið. Þú hefur nú verið valin til að klífa og byggja upp. Ef þú ert trúr í þessu þá síðar munt þú hljóta gjöf heiðurs að þjást.

Þetta er verð að tala um það sé heiður að þjást fyrir Jesú krist hér á jörini. Likt og Páll Póstult og lærissveinarnir.

Ef þið hafið ekki lesið þessa bók þá hvet ég ykkur að lesa þessa bók.

Ég ætla ekki að skrifa meira um þetta núna.

Megi Guð gefa ykkur opinberunn og blessun í Jesú nafni.Amn. 


Trúboð á Ísafyrði!

Á föstudag var haldið á Ísafjörð í trúboð. Ferðuðumst með tveggja hæða rútunni sem er kölluð gospel rútan.  Við lögðum af stað klukkan 10:00 um motuninn og við vorum tíu tíma á leiðinni með tveimur stoppum.  Við fengum rosalega gott veður alla leiðina vestur. Að fara verstur er rosalega fallegt og það eru mikið af fjöllum og heiðum og margt fleira sem hægt er að skoða. Þegar við vorum kominn vestur á Ísafjörð í Hvítasunnukirkjuna Salem. Þar gistum við yfir helgina.

Föstudags kvöldið tókum við bænastund og heilagur andi var með okkur. Þar var tala út spádómsorð. Spádómsorðið var að Guð ætlar að endur reisa hvítasunnukirkjuna á Ísaafyrði og að Guð myndi styrkja og efla það að nýju.Guð sagði líka að hann vildi líka setja nýtt vín á nýjan belgi. Þetta eru spádómsorðin.

Á laugardeginum höfðum við tvær samkomur ein um morguninn og önnur um kvoldiö og sú samkoma var um þrjár klukkustundir vegna þess að heilagur andi var að starfa. Á þessari samkomu læknuðust þrír. Ein ung stúlka sem var með hryggskekkju, Guð læknaði mann sem var búinn að vera með mikla vöðvabólgu sem lá úr hálsinum niður í bak og niður í hægri fót. kona sem var með líka vöðvabólgu og verk í bakinu. Daginn eftir hringdi þessi kona í Pastor Kristinn og sagði að hún hafi farið til læknis og hann sá að það var ekkert að það var allt farið. Hallelúja! Þetta er stórkostlegt og þetta sannar að Jesús er hinn sami í dag, gær og um alla eilífð.

Ég þakka GUÐI Drottni fyrir þetta og gef honum allan heiðurinn og dýrðina í Jesú nafni Amen.

Ég þakka líka Pastor Kristinni Ásgrímssyni fyrir að hlíða Guð að fara til Ísafjarðar.

Eins og ég er búinn að vera að lýsa þessari ferð er hún búin að vera hreint frábært. Og líka orðið sem við fengum að heyra um helgina.

Ég bið Drottin Jesú umað blessa ykkur og uppörva ykkur í Jesú nafni. Amen.


Um ráðningu draumsins?

Mig langar að tala um drauminn.

Draumurinn getur táknað að upphafi einhverju nýju sem Guð vill gera á íslandi. Þá er ég ekki endilega að tala um demantanna heldur getur það verið að Guð ætlar að byrja einhverstaða að úthella vakningu á Íslandi og það gæti verið í Krossinum. En ég veit það ekki fyrir víst hvor það er rétt hjá mér.

En ég er vissum að það að hún byrji. Í gær kveldi fékk ég fréttir um að Guðs andi væri að starfa í Krossinum. Því að andinn féll þar á bæna stund og þar fékk einn sýn, og hann spurði Guð hvað þetta merkti. Þá svaraði Guð ég ætla að senda eingil til að kanna hjörtun fyrir vakningu. 

Og ég tel að þetta er hluti af draumnun sem ég fékk. Því að það er eithvað mikið að gerast í anda heiminum. Og Guð er að undir býr fólk fyrri uppskeru sem er í namd. 

Ég trúi því að fólk á Íslandi er að fara að frelsast og skírast í Heilögum anda og þaæ munu verða undur og tákn sem gerast.  Demantar falla og margt fleira sem við vitum ekki hvað Guð gerir í sambandi við undrin og táknin.

Enn ég minni fólk á að við eigum ekki að elta táknin og undrinn heldur eina þau að fylgja okkur þegar  orð Guðs er predikað. Því að hvar sem orð Guðs er predikað þá stað festir Guð orð sitt með undrum og táknum.  Markúsarguðspjall. 16:20.

Megi Guð blessa ykkur sem lesið þetta í Jesú nafji. Amen.


Undur og tánkn gerast enn!

 

Hæ öll þið sem les þetta blogg. Mig lagar að deila með ykkur draumi sem ég fékk frá Guði.

 

Mig dreymdi að ég væri staddur í Krossinum og ég stóð fremst og var að lofa Guð og það voru undur og tákn að gerast, það voru demantar og dýrir steinar sem féllu á gólfið og Aðalbjörn vinur minn var með mér þenann dag. Þegar ég beygði mig niður til að taka upp litla steina í lófa minn þeir voru fjórir sem ég tók upp og þegar ég er með þá í lófanum mínum uxu þeir og urðu stærri og stærri. Einn þeirra varð langur eins og sproti eða því sem næst því. Því að ég get ekki lýst því á neinn annan hátt. Það var líka ein svört kona sem beygði sig líka eftir þessum steinum. Þannig endaði þessi draumur.

 

Þetta er einn af þeim draumum sem Guð gaf mér fyrir tveim vikum síðan.

 

Ég bið Guð um að blessa ykkur og að Guð megi gefa ykkur Guðlega drauma í Jesú nafni. Amen.  

 

 


Það sem Guð vill gera fyrir þetta ár.

Í gær kvöldi var ég að horfa á mann sem heitir Matt Sorger og hann starfar í lækningum og kraftaverkum eins og postularnir gerðu. Hann var að sega frá því hvað Guð vildi gera fyrir þetta ár. Guð sagði við hann að hann væri að senda vakningu vatsins  eða water revivel Guð talaði þetta til hann þrisvar sinnum til að hann myndi örugglega ná því sem Guð sagði. Honum dreymdi líka draum sem var svona. Matt var staddur fyrir framan risa stórt hús sem var sennilega uppá fimmtán miljarða dollara virði. Matt sá að það var allt í blómum og fagur skreitt. Svo fer hann inn í húsið og sér að það var allt í drasli og það hafi ekki veri búið í húsinu í mörg ár. Síðan fer hann upp á háaloft til að litast um það og hann dregur frá gluggatjöldunum í herberginu og koma í ljós stóra köngulær og hann tekur upp litin meindýraeitur til að drepa þær. En þær voru ekki ánægðar með að vera uppgvötaðar. Stuttu síðar gefur Guð honum útleggingu fyrir draumnum.

Draumurinn merkir það að húsið er fyrir líkama Krist og hann sagði að það myndi vera mikill hreinsun í líkama Krist út um allan heim. Að öllu gráu svæðin sem hefur verið í líkamanum myndi verða breytt. Svar myndi vera svar og hvítt vera hvítt. Og fólk myndi vita hvað er rétt og hvað er rangt. Sem sagt aðskilnaður. Og fólk myndi taka sér þá stöðu sem það á að vera í og uppfylla það sem þau áttu að vera að gera í líkama krists.

Þetta mynnir mig á spádóminn sem ég heyrði í Krossinum á síðasta ári. Og Guð hefur þegar verið að hreinsa fólk og sétja það í sínar stöður. Þetta minnir mig líka á það sem Patricia King segir fyrir þetta ár að Guð muni senda eld af himnum til að hreinsa þá af því sem eru gráu svæðinu í lífi kristinna manna. Og hafa líka verið í mínu lífi. Það er verið að tala um þessar leyni syndir sem fólk er með í lífi sínu. Ég heyrði þetta líka frá Kenneth Coplande. Svo að Guð staðfestir það í gegnum sína Guðsmenn og konur með einu eða öðrum hætti.

Ég trúi þessu. Því í orðinu segir að vitnisburður tveggja eða þriggja er tekinn gildur.

Ég bið Guð friðarins um að blessa ykkur og þann sem lesa þetta blogg. Happy


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband