29.10.2008 | 23:12
Skírn í vaski!
Loksins hefur faðir minn tekið skírn til nýs lífs með Jesú Kristi. Þaa var kanski ekki hefbundið eins og er gert í kirkju. Ég var að velta því fyrir mér hvernið var það háttað að taka skírn þar sem ekki voru vötn eða ár til að skíra í um leið og fólkið tók trú á Krist. Ég trú því að það er hægt að skíra fólk í sundlaugum, baðkörum í heima húsum vöskum og fleira. Kanski eru ekki allir sammála því. Ég mundi eftir því sem ég horfði á mynd um Pál Postula sem heitir Postulasagan. Í þeirri min var ekki neinstaðar vatn nálægt nema einhver brunnur eða vatn sem þeir höfðu safnað saman. Í því var Páll Postuli skírður af Ananíasi sem var sendur til að biðja fyrir honurm. Og þessi skírn föðurt míns var á sama hátt og Páls nema að hann skírðist ekki í heilögum anda. Þetta er mér gleði efni og ég er stoltur af því vegna þess að ég trúi því að þetta var leitt að Guði á þennan máta. Ég er ekki að reyna að koma með nýja kenningu þótt svo líti út fyiri það. Ég vildi að þið myndur gleðjast með mér í þessu efni. Þess vegna skrifa eg þegga blogg núna.
Ég bið Guð um að blessa ykkur sem lesið þetta í Jesú nafni. Amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Þessari frétt ber að fagna. En hvað varðar vatnsmagnið, þá skiptir það ekki máli. það sem máli skiptir er að hann tók skírn. Nú er bara að biðja fyrir honum að hann fyllist heilögum anda og þá fer nú að verða gaman hjá honum. Menn sem ekki hafa skírst í heilögum anda vita ekki hvers þeir fara á mis. En þá er bara að halda áfram að biðja, því að kröftug bæn megnar mikið.
Guð blessi ykkur feðga og alla fjölskyldu ykkar.
Marinó Óskar Gíslason, 29.10.2008 kl. 23:43
Sniðugt hjá ykkur.
Frjálslyndur hugsunarháttur ykkar feðga mætti endilega smitast út, því vissulega er Guð ekki Guð tæknilegra smáatriða eins og þú greinilega veist.
Til hamingju með þennan áfanga þið feðgar!
Bestu Kveðjur
Jakob (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 23:52
Marínó og Jakob ég þaka ykkur fyrir þetta. Já þetta eru fögnuður. Hann á eftir að skíraat í Heilögum anda og þá verður gaman hjá okkur feðgum að lía á Kristi. Ég þakka ykkur líka að fagna með mér. Drottin Guð hersveitana og fagnaðarinns um að blessa ykkur báða í Jesú nafni Amen.
Þormar Helgi Ingimarsson, 30.10.2008 kl. 00:10
Svo bíðum við eftir að hann skírist í heilögum anda og fari að tala tungum til hamingju með föður þinn Guð blessi Þormar og Ingimar
Hafsteinn V Eðvarðsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 00:27
Hafsteinn ég þakka þér fyrir innlitið og blessunnia í Jesú nanfi Amen.
Þormar Helgi Ingimarsson, 30.10.2008 kl. 09:41
Nú varstu flinkur vinur. Ég efast ekki um að þú hefur lagt þitt að mörkum til að fá karlinn til að skírast. Það finnst mér góð frétt. Ég veit að ykkur á eftir að líða enn betur saman í framtíðinni þegar hann hefur skírst í heilögum anda og þið njótið samverunnar með almættinu.
En manstu eftir því égar þu málaðir skona han hvíta?
Bestu kveðjur til þín og paba þíns vinur
Dunni
Dunni, 30.10.2008 kl. 09:55
Dunni takk fyir þetta. Nei ég man ekki eftir því atviki. Þakka þér fyri enn og aftur.
Þormar Helgi Ingimarsson, 30.10.2008 kl. 14:41
Já, þetta er frábært, Guð blessi þig Þormar og Ingimar ríkulega
Áki Pétur Gíslason (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:42
Sæll herra Áki Pétur. Takk fyir innlitið á síðuna mína og þessar blessanir.
Þormar Helgi Ingimarsson, 4.11.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.