Það sem Guð vill gera fyrir þetta ár.

Í gær kvöldi var ég að horfa á mann sem heitir Matt Sorger og hann starfar í lækningum og kraftaverkum eins og postularnir gerðu. Hann var að sega frá því hvað Guð vildi gera fyrir þetta ár. Guð sagði við hann að hann væri að senda vakningu vatsins  eða water revivel Guð talaði þetta til hann þrisvar sinnum til að hann myndi örugglega ná því sem Guð sagði. Honum dreymdi líka draum sem var svona. Matt var staddur fyrir framan risa stórt hús sem var sennilega uppá fimmtán miljarða dollara virði. Matt sá að það var allt í blómum og fagur skreitt. Svo fer hann inn í húsið og sér að það var allt í drasli og það hafi ekki veri búið í húsinu í mörg ár. Síðan fer hann upp á háaloft til að litast um það og hann dregur frá gluggatjöldunum í herberginu og koma í ljós stóra köngulær og hann tekur upp litin meindýraeitur til að drepa þær. En þær voru ekki ánægðar með að vera uppgvötaðar. Stuttu síðar gefur Guð honum útleggingu fyrir draumnum.

Draumurinn merkir það að húsið er fyrir líkama Krist og hann sagði að það myndi vera mikill hreinsun í líkama Krist út um allan heim. Að öllu gráu svæðin sem hefur verið í líkamanum myndi verða breytt. Svar myndi vera svar og hvítt vera hvítt. Og fólk myndi vita hvað er rétt og hvað er rangt. Sem sagt aðskilnaður. Og fólk myndi taka sér þá stöðu sem það á að vera í og uppfylla það sem þau áttu að vera að gera í líkama krists.

Þetta mynnir mig á spádóminn sem ég heyrði í Krossinum á síðasta ári. Og Guð hefur þegar verið að hreinsa fólk og sétja það í sínar stöður. Þetta minnir mig líka á það sem Patricia King segir fyrir þetta ár að Guð muni senda eld af himnum til að hreinsa þá af því sem eru gráu svæðinu í lífi kristinna manna. Og hafa líka verið í mínu lífi. Það er verið að tala um þessar leyni syndir sem fólk er með í lífi sínu. Ég heyrði þetta líka frá Kenneth Coplande. Svo að Guð staðfestir það í gegnum sína Guðsmenn og konur með einu eða öðrum hætti.

Ég trúi þessu. Því í orðinu segir að vitnisburður tveggja eða þriggja er tekinn gildur.

Ég bið Guð friðarins um að blessa ykkur og þann sem lesa þetta blogg. Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband