Samkoma í kirkjunni minni.

Ég var á samkomu í morgunn. Þessi samkoma var heilags anda samkoma. Það sem ég á við að heilagur andi kom í lofgjörðinni. Því að biblían segir að Guð dvelur í lofgjörð bana sinna. Og mér fannst hún rosalega góð. kennslan húm var líka góð. Kennslan var um eðli réttlætis og eðli syndar.  Og mér finnst þetta vera frábært efni sem er þörf fyrir þessa kennslu í dag. Því að margir þurfa á þessari kennslu að halda. I þessu efni var talað um vantrú hvaðan hún kæmi. Vantrú kemur frá djöflinum. En trúin kemur frá Guði skapara himins og jarðar. Þetta segir orð Guðs. Það er ekki það að ég sé að bauna á þá heldur bara að segja hvað biblían segir um það. Það kann að vera að sumt fólk sárni við þessu orð. En það verður bara að vera svo vegna þess að fólk velur sér það sjálft vegna þess að ég er að tala sannkeikan. Mástakið segir sannleikurinn er sagna sár reiðastur. Og þetta hef ég að segja í dag.

Guð blessi ykkur í Jesú nafmi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað varð um dyggðina að iðka trú sína í leynd?  Hvað sagði kristur um þá sem gerðu slíkt öðrum til sýndar og sér til upphafningar?  Kallaði hann Faríseana ekki hræsnara fyrir slíkt?  Þetta með að fara með skrúðmælgi og látalæti á samkomum og torgum. Hverra aðdáun og viðirkenningu ert þú að leita með háttalagi þínu? Hvað sagði hann um litilláta? Hvernig kenndi hann ykkur að biðja?

Þú munt væntanlega uppskera laun þín fyrir slíkt eins og Kristur lofar.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.12.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Árni þór

Jón Steinar það er munur á að eiga samfélag við Guð í leyndum, bæna-samfélag einn í herberginu sínu eins og segir í Mattheus 6.kafla eða vera með hræsni og sýnast fyrir öðrum, Guð einn er dómarinn í slíku.
Ég efast að fólk játi Jesú Krist opinberlega til að upphefja sjálfan sig eða til að sýnast fyrir öðrum, miðað við alla gagnrýnina sem er í gangi frá þér og öðrum.
Við eigum að leita Guðs í einrúmi en við eigum líka heldur ekki að vanrækja safnaðarsamkomur okkar eins og segir í Hebreabréfinu 10:24.

Jesús sagði okkur einnig að boða fagnaðarerindið um alla heim, framar ber að hlýða Guði en mönnum.
Jón Steinar ef þú ert svona fróður um ritninguna, hvað skal gjöra og hvað ekki, afhverfu ertu þá að setja út á Kristna trú.

Árni þór, 16.12.2007 kl. 22:41

3 Smámynd: Vigfús Pálsson

Jón Steinar.  Nú er ég hissa. ( og þó ekki ) 

Rituð orð þín á ég erfitt með að túlka öðruvísi að þú sést að fara fram á það við Þormar að hann hætti að segja öðrum hvernig honum líði varðandi trú sína.

Er þetta nýjasta útspilið hjá vantrúuðum ?  Skal nú beita sér fyrir þöggun trúaðra ? 

Ef þetta er röng túlkun hjá mér varðandi rituð orð þín,  Af hverju ertu þá að setja út á að Þormar tjái sig um trú og tilfinningar sínar ?

Vigfús Pálsson, 16.12.2007 kl. 23:04

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Árni: Vissi Kristur að Postulabréfin yrðu hluti af boðun hans? Vissi hann að Opinberunarbókinni yrði hnýtt við hans einfalda boðskap? Skyldi það hafa verið í þökk hans? Var páfadómur,sem canoniseraði þessa ritlinga í þökk hans?  Skyldu miðaldirnar myrku hafa verið í þökk hans? Voru miðstýrðir söfnuðir yfirleitt í þökk hans? Allt gerðist þetta eftir hans dag. og engin fyrirmæli um slíkt er að sjá.

Talar hann ekki höstuglega til Farísea fyrir hræsni sína? Í hverju fólst sú hræsni? Jú að bera trú sína á torg sjálfum sér til dýrðar. Skrúðmælgina, það að láta blása í lúðra fyrir sér að þeir gáfu ölmusur.

Sagði hann ekki: Þar sem 2 eða 3 koma saman í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal?  Sagði hann 50 eða hellingur?

Já Vigfús: Ég mælist til að þið farið að þegja um trú ykkar og gera einmitt það sem Kristur mælir um.  Enginn tilgangur virðist annar með þessari helgislepju en að aðskilja ykkur öðrum mönnum, upphefja og auglýsa ykkur betri þeim. 

"Sjáið hvað ég er trúaður" eru skilaboðin.  Ekki berið þið ykkur að þeim, sem þurfa huggun eða biðja um hjálp.  Þið fjasið og hjalið til að hljóta viðurkenningu safnaðarhöfðingjanna og til að breiða yfir ófullkomleika ykkar.

Ég trúi því varla að þið sjáið ekki hræsnina í svona skrifum.  Hér mærið þið hvert annað fyrir yfirdrepið og hræsnina. Af hverju skiptist þið bara ekki á þessu í tölvupósti? 

Ég set ekki út á Kristna trú, heldur þá sem þykjast tala undir merkjum hennar.  Varla eru þið sammála öllum ykkar trúsystkinum í háttalagi þeirra og skoðunum. Eru þið að fíla Homma og múslimahatarann Snorra í Betel? Eruð þið að Fíla fordæmingarboltann Gunnar í krossinum eða hina hjárænulegu betlara á Omega?  Þar eru vafalaust skiptar skoðanir.

Það sem á þessu bloggi er, sem á öðrum Kristnum bloggum er ekkert annað en sjálfmiðað fjas og tilgangslaus látalæti.  Engum til gagns en höfundinum til sýndar. Athyglissýki og hræsni í besta máta. 

Þið fyrirgefið mér máske þá skoðun.  Umburðarlyndi er víst ykkar aðalsmerki. 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.12.2007 kl. 23:52

5 Smámynd: Árni þór

Jón Steinar það liggur við að maður nenni ekki að svara svona löguðu, auðvitað vissi Kristur um allar bækur biblíunnar, hann er jú almáttugur Guð hið lifandi ritaða orð sem veit endinn í upphafi.
Guð sagði Móses að gera 7 arma ljósastiku úr gulli með 66 bikurum, knöppum og blómum sem er mynd upp á óskeikult orð Guðs 66 núverandi bækur biblíunnar. 

Það er ekki hægt að blanda Guði inn í Það sem mennirnir hafa gjört eða munu gjöra þar sem mennirnir hafa sjálfstæðan vilja til að velja og hafna, en Guð getur gripið inn í ef við áköllum hann og svo framvegis.

Farísearnir voru prestar sem þekktu ritningarnar en afneituðu Jesú Kristi hinu lifandi orði, þess vegna kallaði Jesús Kristur þá farísea.

Jesús er mitt á meðal þar sem 2 eða 3 eru saman komnir í hans nafni og því ennfremur þar sem hellingur er saman komin í hans nafni, hann býr jú í lofgjörð síns lýðs. (2 eða 3 er ekki lýður)

Að fara fram á að Kristnir þegi er eins og segja manni að hætta að borða, við eigum að víðfræga dáðir hans og svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem í okkur er.

Hvað veist þú um hvort við hjálpum öðrum eða ekki, þú þekkir mig ekki einu sinni og að setja alla saman í einn hóp er bara mér liggur við að segja barnalegt þar sem við erum öll  einstaklingar.

Þú setur ekki út á kristna trú heldur  þá sem þykjast tala undir merkjum hennar. Ég er ekki að þykjast, ég elska Jesús Krist sem Drottinn Guð minn og frelsara og allir sem slíkt gjöra eru bræður mínir og systur í trúnni.

Auðvitað mega allir hafa sína skoðun, jú til þess er nú bloggið

Árni þór, 18.12.2007 kl. 23:32

6 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Jón minn þú ert bara findin. Árni Þór þakka þér fyrir andsvörinn og Vigfús. Ég þakka ykkur fyrir innlititið. Ég er skapaður í Guðs mynd og ég nýt mín að vera það. Orð Guðs segir verið ávalt glaðir í Drottni, ég segi aftur verið glaður. filp.4:4.

Ég bið Guð friðarins að blessa eitt og sérhvert ykkar í Jesú nafni. Amen.   

Þormar Helgi Ingimarsson, 21.12.2007 kl. 00:57

7 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll Þormar, Jón Steinar er ekki alveg að skilja hvað Jesú gerði fyrir okkur, en það er engin ástæða fyrir okkur að vera með dónaskap við hann. Við skulum biðja fyrir honum að honum batni í Jesú nafni. Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 21.12.2007 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband