Að fara út með Fagnaðarerendið.

Í gær kveldi var ég að horfa á þátt á netinu sem heitir Extreme prophetic. Með Patricu King. Í þessum þáttum sínum er hún að hvetja okkur að fara með fagnaðardrenið út á göturnar Og staðfesta ríki Guðs hér á jörðinni. Og hún hvetur okkur að taka trúar skref og predika fagnaðaerindið.

Því að biblían segir okkur að trú án verka eru dauð. Það er ekki nóg að hafa verk og ekki heldur bara trú. Ef þú hefur bara trú og engin verk eru þau dauð og ef þú hefur bar verk. Þau eru líka dauð. Það verður að hafa bæði trú og verk.

Svo að ég haldi áfram mer vitnisburðinn hennar Patricu. þá var hún að tala um þegar eitt sinn þegar hún var á Filipseyjum að predika og það voru þúsundir sem komu úti á götunin fólk var að læknast og hún gaf þekkingar orð. Og daginn eftir  komu fólk úr þorpi einu sem var þarna í grenndinni og þau hrópa mamma Patrica manna Patrica komdu viltu líka biðja fyrir vini okkar. Og það var fólk komið saman í þessu litla húsi. Þetta hús var með þrjú herbergi. Hurðin var svo lítil að hún þurfti að beygja sig til að komast inn. Og þar var kona sem var bara skinn og bein. Og Patrica hafði heyrt að þessi kona hafði ekki getað gengið því að hún var lömuð í tíu ár. Og hún lá í babus rammi. Og þau vildu að Patrica myndi biðja fyrir henni þá myndi ´Jesú lækna hana. Og þá myndi fólk trúa. Og Guð sagði að hún myndi ekki bara biðja fyrir henni heldur myndi hún gera meira en það. Guð sagði henni að reisa þessa konu upp. Og hún gerði það. Svo sagði Guð henni að reisa hana á fætur. Og hún gerði það: Svo sagði Guð henni að hjálpa henni að ganga. Og að síðustu sagði Guð henni að sleppa henni og hún sleppti henni og hún fór að ganga en lítil skref í einu. Og allir voru glaðir. Og pennann dag tóku allir í þorpinu á móti Jesú inn í sett hjarta. Þetta heitir að opinbera Guðs ríkið með krafti.

Þessi ritninga vers finnið þið í biblíunni ykkar.

Matt.4:23-25. Matt.10:7-8. jóh.14:12.

Svo að ég hvet ykkur að gera þau sömu verk og Jesús gerði. Lækna sjúka af alskins sjúkdómum. Vegna þess að Guðs ríkið er þega innra með þér.

Þegar ég heyrði þetta. Uppörvaði það mig. Og ég vill uppörva ykkur og hvetja áfram að fara og gera þesso verk.  

Ef þú vilt taka á móti Jesú þá farðu með þessa bæn.

Jesús komdu inn í hjartað mitt og fyrirgefðu mér allar syndir mínar og hreinsaðu mig með blóði þinu frelsaðu sálu mína frá glötun í Jesú nafni Amen.

Ef þú hefur farið með þessa bæn þá ertu endurfæddur eða fædd og til heyrir Guð ríkinu. Þá til heyrir þú ekki legur myrkrinu heldur ljósinu.

Drottin blessi ykkur öll.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Fín frásaga Þormar minn um Patriciu King. Þú ert nú líka að boða Guðsríkið með krafti því ég veit að þú hefur læknað sjúka. Við biðjum ekki fyrir sjúkum við læknum þá. Þú hefur gjöf lækningar minn kæri. Haltu áfram að gera öllum gott og leysa með Guðs hjálp fólk undan djöfla valdi. Guð blessi þig minn kæri vinur.

Aðalbjörn Leifsson, 1.11.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Linda

Vá frábær frásögn hjá þér og þetta blogg er líka vinna sem er á akrinu, þú gerir góða hluti.  Guð blessi þig.

Linda, 2.11.2007 kl. 02:08

3 identicon

Sæll Þormar.

Ég skrifaði í gestabókina þína. Langar líka að láta þig vita að það er verið að vitna í skrif þín á enoch.blog.is  Þar er verið að tala um Jesú búðirnar, Vineyjard kirkjuna og GULL DUFTIР sem þú skrifar um

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 11:10

4 identicon

Það erum ekki við sem læknum við erum máttlaus í sjálfum okkur og ef við höldum að við læknum þá erum við eins og Einar á Einarstöðum sem var mikið talað um og var spíristi út í fingurgóma og gefið guði dírðina Þormar og Aðalbjörn við erum þeir sem biðjum og guð svarar bænum við erum ekki neitt ef við læknum engan frekar en aðrir Guð blessi ikkur Í Jesú nafni

Hafsteinn Guðsmaður (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 17:02

5 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Hafsteinn minn í 1. Kor stendur í versi 28: Guð hefur sett nokkra í kirkjunni, fyrst postula, í öðru lagi spámenn, í þriðja lagi fræðara, sumum hefur hann veitt náðargáfu að gjöra KRAFTAVERK, LÆKNA....... 1. Kor 12:9 Hinn sami andi veitir einum trú, öðrum LÆKNINGAGÁFU. Við biðjum ekki Guð um að lækna sjúka heldur leggjum við hendur yfir þá og lýsum þá heila í nafni Jesú Krists frá Nazaret. Hafsteinn hvernig ferð þú að þegar þú læknar sjúka?

Aðalbjörn Leifsson, 2.11.2007 kl. 23:23

6 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæll og blessaður.

Þú ert Guðsblessun Þormar hér inná blogginu. Vitnisburður þinn um trúna á Jesúm Krist er bæði hvatning og uppörfun. Guð blessi þig allar stundir.

Helena Leifsdóttir, 3.11.2007 kl. 11:52

7 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Ég vill þakka ykkur fyrir inn litið og hrósið og athugasemdirnar. Ég vill líka þakka ykkur fyrir svðrin og að láta mig vita.

Ég bið Guð um að blessa ykkur í Jesú nafni.

Þormar Helgi Ingimarsson, 3.11.2007 kl. 16:31

8 Smámynd: Linda

Þormar, ég tek undir með Helenu og Rósu þú ert mikil blessun, einlægni þín er heillandi og hvetjandi, þú stendur á akrinum og predikar orð Guðs.  Guð blessi þig og varðveiti.

Linda, 4.11.2007 kl. 20:29

9 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Þor

 Þormarert þú þá Akurkarl? Hvað ert þú alltaf að gera ut á akri?

Aðalbjörn Leifsson, 4.11.2007 kl. 21:03

10 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Alli ég veit ekki hvað erþormarert? Alli minn ég veit ekki hvaða akri ég er á. Allavega hér í Gridavík er einginn akur svo sem ég veit um.

Alli GUÐ blsssi þig.

Þormar Helgi Ingimarsson, 6.11.2007 kl. 17:46

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Frábær grein Þormar, en það eru reyndar akrar á Ísólfsskála austan við Festarfjall kæri samGrindvíkingur. 

Þú ert blessun mikil á akur Drottins og ekki láta af skrifum þínum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.11.2007 kl. 19:56

12 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Guðsteinn. Þakka þér fyrir að bena mér á þetta með akurinn. Og þakka þér fyrir hrósið og uppörvunina.

Guð blessi þig Guðsteinn Haukur.

Þormar Helgi Ingimarsson, 7.11.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband