17.10.2007 | 23:24
Er Míkael erkiengill og Jesú sama persónan?
Mig langa stuttlega að ræða um villikinningu hjá vottu. I bók einni sem mér var gefin. Það tala þeir um Jesú Krist frelsara okkar og um hinsvegar um Míkael erkiengil að Jesús og Míkael se einn og sama persónan. Ég er ekki sammála þessu og vill leið rétta þetta með orð Guðs. já og þær ritningar sem eru gefnar eru í þessari bók standast ekki við það sem þeir eru að segja. Í biblíuni segir og talar í Hebrabréfinu 1: 1-14. segir. 1. Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna.
2. En nú í lok þessara daga hefur hann til vor talað í syni sínum, sem hann setti erfingja allra hluta. Fyrir hann hefur hann líka heimana gjört.
3. Hann, sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans og ber allt með orði máttar síns, hreinsaði oss af syndum vorum og settist til hægri handar hátigninni á hæðum.
4. Hann er orðinn englunum þeim mun meiri sem hann hefur að erfðum tekið ágætara nafn en þeir.
5. Því við hvern af englunum hefur hann nokkru sinni sagt: Þú ert sonur minn, í dag hef ég fætt þig.Eða: Ég vil vera honum faðir, og hann skal vera mér sonur!
6. Og aftur er hann leiðir hinn frumgetna inn í heimsbyggðina segir hann: Og allir englar Guðs skulu tilbiðja hann.
7. Og um englana segir hann: Hann sem gjörir engla sína að vindum og þjóna sína að eldslogum.
8. En um soninn: Hásæti þitt, ó Guð, er um aldir alda, og sproti réttvísinnar er sproti ríkis þíns.
9. Þú hefur elskað réttlæti og hatað ranglæti. Því hefur Guð, þinn Guð, smurt þig gleðinnar olíu fram yfir þína jafningja.
10. Og: Þú, Drottinn, hefur í upphafi grundvallað jörðina, og himnarnir eru verk handa þinna.
11. Þeir munu farast, en þú varir. Allir munu þeir fyrnast sem fat,
12. og þú munt þá saman vefja eins og möttul, um þá verður skipt sem klæði. En þú ert hinn sami, og þín ár taka aldrei enda.
13. En við hvern af englunum hefur hann nokkru sinni sagt: Set þig mér til hægri handar, uns ég gjöri óvini þína að fótskör þinni?
14. Eru þeir ekki allir þjónustubundnir andar, útsendir í þeirra þarfir, sem hjálpræðið eiga að erfa?
Í þessum kafla er hvergi sagt að engar Guðs seu synir hans eða sitja við hlið Guðs og stjórnað heiminum eða skapað hann. Ég er ekki að níðas á þeim eða vera með dónaskap. Þetta er bara sannleikur inn í hnotskurn. Eins og ég hef sagt áður þá er þetta fólk sem Guð elskar og það geri ég líka. Þetta fólk er leitandi og það þekkri ekki Guð nema bara í biblíun. En það hefur ekki kynnst Jesú Kristi skapara sínum og frelsara á persónulegan hátt. Ens og segir í þessari ritningu þá eru englarnir þjónustu bundnir andar fyrir þá sem hjálpræðið að erfa. Og það er þetta fólk sem Guð eslkar og alla þá sem eru í villu og vilja þekkja Jesú Krist á persónulegan hátt.
Í dag bið ég þess að Guð friðarins megi mæta ykkur og þið fáið að upplifa hann sem frelsara sinn og Drottinn og herra í lífi sínu.
Guð blessi ykkur.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 26.10.2007 kl. 21:18 | Facebook
Athugasemdir
Amen! Sammála þessu, en aðeins ein athugasemd - þú segir:
En það hefur ekki kynnst Jesú Kristi skaðara sínum og frelsara á persónulegan hátt.
Þetta á væntanlega að vera "skapara" sínum, P og Ð er hlið við hlið á lyklaborðinu og kallast þetta ásláttarvilla. Guð blessi þig fyrir að birta sannleikann.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.10.2007 kl. 10:57
Takk Guðsteinn Haukur að benda mér á þessa villu. Guð blessi þig.
Þormar Helgi Ingimarsson, 18.10.2007 kl. 17:53
Minn kæri Þormar gættu þín á Vottum þeir eru ekki kristnir og geta verið slíttugir sem höggormar. Mannstu þegar við fórum í heimsókn til Aðventistanna í Keflavík? Það var vel tekið á móti okkur þó svo að mér fannst nú smá hroki vera í fólkinu útaf sunnudagsköllunum. Þó var þar ein kona sem var öðruvísi hún hafði dáið Kristi einsog Páll talar um í Róm 12:1-2. Jesús átti þessa konu hún tilheyrði aðeins honum, þó ssvo hún væri í söfnuði Aðventista. Ég hef séð svona Jesú konur áður þeas kaþólskar nunnur sem Jesú átti. Þormar minn þegar Vottarnir koma þá skallt þú taka vel á móti þeim og sýna það ljóslega að þér eruð bréf Krists, ekki skrifað með bleki heldur með anda lifanda Guðs. Guð blessi þig minn kæri vinur.
Aðalbjörn Leifsson, 18.10.2007 kl. 18:08
Þormar, þakka þér fyrir þessa færslu hún er frábær, og um að gera að vera ekkert að skafa af hlutunum, þetta eru bara einfaldlega staðreyndir og við reynum að fara eftir þessu í okkar lífi. Alltaf er hægt að finna svar í ritningunni, Guð blessi þig vinur.
Linda, 18.10.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.