9.10.2007 | 08:01
Guð læknar enn í dag og gjörir kraftaverk.
Ég var eitt kvöldi of sem áður að undirbúa mig fyrir bænastund í Kvennó í Grindavík. Þennan dag bað ég hátt í tvo klukkutíma. Rétt áður en bænastundin hófst þá komum menn frá velsmiðjuni á þessa bænastund. þegar ég hóf svo stundia það var mikil nærvera Guðs ég byrjaði að predika orð Guðs og það voru lækningar og kraftaverk áttu sér stað. Einn þeirra tók á móti Jesú og annar sem var með ættgengar æðasjúkdóm hann losnaði og annar var ýlt á milli herðablaðana og hann læknaðist af þv. Síðan var maður sem vildi lostna við tóbak hann bað um það vegna þess að hann trúði því að ef hann fengi fyrirbæn þá mundi hann lostna við það. Og Heilagur andi brást ekki.
Svo fólk er að segja að Guð læknar ekki í dag. Þetta er stað festing á því að Guð er enn að lækna og gera krafta verk.
Ég bið GUÐ um að mæta ykkar þörfum og lækna brotin hjörtu og sálir. Ég bið GUÐ að þið mættuð fá að upp lifa lækningu og kraftaverk inn í líf ykkar. GUÐ blessi ykkur.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 26.10.2007 kl. 21:40 | Facebook
Athugasemdir
Að skitpa um trú er ekki kraftaverk. Á hverjum degi gerist fólk kristið, hindúar, múhameðstrúar eða trúleysingjar. Varla er guð að láta allt þetta fólk skipta um trú?
Er læknir búinn að staðfesta að hann sé ekki lengur með sjúkdóminn? Er þetta sjúkdómur sem auðvelt er að greina?
Ég veit ekki hvers vegna þú telur þetta vera kraftaverk, að "læknast" af því "að vera illt á milli herðablaðanna" gerist örugglega á hverjum degi. Verkir koma og fara.
Fólk hættir að reykja á hverjum degi. Það er algerlega óþarfi að halda því fram að guð sé að verki í þessu tilviki. Það þarf ekki kraftaverk til þess að hætta að reykja, bara viljastyrk.
En afskaplega finnst mér guðinn þinn vera orðinn slappur í kraftaverkunum. Áður fyrr reisti hann fólk frá dauðum, eyddi heilum borgum og klauf haf í tvennt. Núna er hann farinn að hjálpa fólki að hætta að reykja og að lækna bakverki.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.10.2007 kl. 08:29
Sæll kæri Hjalti Rúnar. mig langar að þaka þér fyrir þetta. Ég veit um menn og konur sem hafa reist fólk upp dauða. Charlse Nidifone í Ameríku,Heade Baker í Mósanbik, David Hogan í Mexikó. Og einnig ég í Grindavík. Minn Guð ér Guð Abraham, Ísaks og jakobs. Hann reisir menn ennþá upp frá dauðum.
Hjalti ég skora á þig að koma með fjðlskylduna þina ef einhver er sjúkur, með skúkdóma og hverskyns veikindi. Eða er eitthvar að hjá þér sá vil ég leggja nendum mínar og lækna þig.
Ef ekki þá læt ég Alla vin minn berja þig. Nei annars get ég gert það sjálfur.
Bara smá grín. Ha ha ha.
Hjálti minn þá er ég til búin að reisa þig upp frá dauðum þegar þú deyrð. Kær kveðja Þormar.
thormar.blog.is (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.